Skjalaskápur
Skjalaskápurinn er öflugt rafrænt skjalavistunarkerfi, þar sem unnt er að veita öllum eða völdum starfsmönnum fyrirtækisins aðgang á augabragði að því sem þar er geymt t.d. samningum, reikningum, myndum, framleiðsluteikningum og samkeppnisupplýsingum svo eitthvað sé nefnt.
Ferlið er einfalt og fljótlegt. Gögn sem á að geyma, eru færð inn í kerfið annað hvort með skanna eða úr tölvuskrám. Gögnin eru flokkuð á einfaldan máta með því að velja málefni og möppu sem þau eiga að tilheyra og síðan er unnt að setja frekari skýringartexta til að auðvelda síðari leit.
Aðgengið er öflugt. Ákveða skal hvar á að leita, í hvaða möppu og málefni ásamt leitarorði og birtast þá öll skjöl sem uppfylla viðkomandi leitarskilyrði sem síðan er unnt að skoða nánar og meðhöndla. Auk þess að skoða, er unnt að prenta gögn eða senda þau áfram í tölvupósti.
Unnt er að fá viðbót við skjalaskápinn sem gerir aðgengi að gögnum mögulegt yfir Internetið. Þannig gæti t.d. sölumaður, staddur erlendis hjá viðskiptavini, nálgast þau skjöl sem hann vantar frá fartölvu yfir netið þó svo enginn sé á skrifstofunni.