Upptöku- og ritaraþjónusta
Allar skýrslur um sjúkling eru geymdar í öruggum gagnagrunni.Fakta Upptöku- og ritaraþjónusta
Fakta Upptöku- og Ritaraþjónusta er upptöku og ritarakerfi fyrir lækna og ritara til meðhöndlunar á hljóðupptökum á rafrænu formi. Læknir les inn og sendir skýrslu um sjúkling á stafrænan diktafón á PC tölvu, borðsíma eða gsm síma*. Hljóðupptökur má einnig færa inn úr skrá eða úr venjulegum starfænum diktafónum. Þegar hljóðupptöku er lokið er skýrslan samstundis send yfir vefþjónustu, í Ritaraþjónustuna, þar sem hún er aðgengileg riturum. Skýrslurnar eru flokkaðar niðrá ákveðna ritara eða ritarahópa eftir fyrrfram skilgreindum síum eftir sviði og/eða læknum.
Þrjú einföld skref
Læknir les inn hljóðupptöku.
Hljóðupptakan er send yfir vefþjónustu til ritara.
Hljóðupptakan er aðgengileg ritara til frekari meðhöndlunar.Öryggi
Í kerfinu eru fullkomnar aðgangs¬stýringar meðal annars er stuðningur við “Active Directory”, auk þess er allur aðgangur skráður en þannig er hægt að skoða og fylgjast með aðgerðum sem hver notandi framkvæmir á hverja skýrsla. Aðgengi kerfisstjóra til að breyta notandaaðgangi, sviðum, sérgreinum og fleira er mögulegt í gegnum einfaldan kerfisstjóra hluta.
Ávinningur
Stafræn meðhöndlun á hljóðupptökum gerir afgreiðslu þeirra hraðari, þar sem biðtími frá því að notandi klárar upptöku og þangað til hún berst ritara styttist til muna, þannig verður síður seinkun á útskrift sjúklinga. Upptakan eyðileggst ekki né týnist og er ekki sett á rangan stað, auk þess verður leit að ákveðnum upptökum einfaldari og hraðari.
Valkvæð viðbót
Til að auka enn á notagildi kerfisins er unnt að fá viðbót við kerfið sem gerir mögulegt að nota borðsíma eða gsm síma sem upptökutæki.